Málmsmíðaval í Laugalandsskóla

Allir frá vinstri Daníel, Vikar R. Víðisson, Gabríel og Sumarliði Erlendsson.
Hér sjáum við tvo af félögunum, þá Gabríel Mána Steinarsson og svo hjólasmiðinn Daníel Óskar Vignisson reyna hjólafákinn. Allur hópurinn er síðan í göllunum tilbúnir í tímann.

Í skapandi greinum sem er einn af áhersluþáttum í nýju aðalnámskránni er leitast við að nemendur öðlist sem dýpstan skilning á þeim fyirbærum sem þeir fást við í námi sínu mikil áhersla er lögð á verklega færni og frumkvöðlanám þar sem hvatt er til frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum.
Það erum við að vinna að í málmsmíðavalinu í Laugalandsskóla. Málmsmíði hefur verið valgrein í yfir 15 ár í skólanum og hefur Guðmundur Ingi Bragason frá Vindási, kennt mörgum högum nemendum að smíða úr járni.
Í haust hafa fjórir knáir sveinar stundað námið og hafa smíðagripirnir verið af ýmsum toga; gjallhamrar, búkkar undir bíla, göngustarfir fyrir smalamensku og það nýjasta sem komst á “götuna” var þetta forláta þríhjól með miklu og góðu stýri og lúxus bílsæti þar sem ökumaðurinn getur notið ferðarinnar í notalegheitum.

 

 

DEILA