6.1 C
Selfoss

Góð ávöxtun

Vinsælast

Sum hús hafa yfir sér reisn og mynd­ug­leika. Stjórn­end­ur Lands­bank­ans á fyrri hluta síðustu ald­ar vildu að það mætti sjá á húsa­kynn­um bank­ans að sam­an færi traust og íhalds­semi. Höfuðstöðvar bank­ans voru í Reykja­vík, í bygg­ingu, sem Guðjón Samú­els­son hannaði á rúst­um bygg­ing­ar sem brann 1915. Þegar kom að því að reisa starfs­stöðvar fyr­ir Lands­bank­ann á Ak­ur­eyri, Ísaf­irði og Sel­fossi, var út­lit þeirra sam­ræmt höfuðstöðvun­um í Reykja­vík.

Nú er svo komið að bygg­ing­in á Sel­fossi er ekki tal­in henta nú­tíma­banka­rekstri. Við sjá­um þess mörg dæmi að notk­un húsa breyt­ist og sjálft Stjórn­ar­ráðið hýsti áður fanga í betr­un­ar­vist. Get­um við fundið þessu reisu­lega húsi göf­ugt hlut­verk sem um leið auðgar og lyft­ir and­an­um?

Lands­banka­húsið á Sel­fossi gæti hýst hluta af Lista­safni Íslands, sem nú er aðeins staðsett í Reykja­vík. Sýn­ing á verk­um frum­herja ís­lenskr­ar mynd­list­ar á að vera úti á lands­byggðinni, ekki síður en í Reykja­vík. Flest­ir stærstu mynd­list­ar­menn í upp­hafi 20. ald­ar voru „utan af landi“ og þaðan kom þeim andagift­in.

Jafn­framt er vel við hæfi að Lands­bank­inn leyfi ís­lensku þjóðinni og gest­um henn­ar að njóta þeirra stór­brotnu mynd­lista­verka ís­lenskra meist­ara sem bank­inn á í sín­um fór­um. Lands­bank­inn og Lista­safn Íslands ættu að taka hönd­um sam­an um það verk­efni og losa geymslupláss um leið. Húsið gæti einnig orðið rými fyr­ir tíma­bundn­ar einka­sýn­ing­ar.

Þegar á móti blæs á að hugsa stórt. Við höf­um lært það, bæði sem þjóð og ein­stak­ling­ar, að það eru menn­ing­ar­verðmæt­in sem sam­eina okk­ur og halda áfram að gefa af sér kyn­slóð eft­ir kyn­slóð. Í því sam­hengi er hægt að tala um góða ávöxt­un.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. nóvember 2020.

Nýjar fréttir