1.7 C
Selfoss

Minningarstundir víða um land til að minnast fórnarlamba umferðarslysa

Vinsælast

Þann 15. nóvember sl. var alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Minningarstundir voru haldnar víða um land. Meðal annars á Hellu og undir Ingólfsfjalli á nýja Suðurlandsveginum.

Minningarstundin hófst kl. 19 og var varpað í beinni útsendingu á Facebook. Viðbragsðaðilar í Árnessýslu höfðu safnast saman með tæki sín undir Ingólfsfjalli og kveiktu á kertum. Samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson flutti stutt ávarp þar sem hann minntist látinna í umferðinni og þakkaði fyrir störf viðbragðsaðila og heilbrigðisstarfsfólks.

„Hér á bakvið mig stendur hópur öflugs fólks sem vinnur sem ein liðsheild, hvaðan sem þau koma, og við í samfélaginu stöndum í mikilli þakkarskuld við allt þetta fólk og heilbrigðisstarfsmenn að auki sem ekki eru hér í dag. Við, sem erum allt of mörg, sem þekkjum það að hafa misst ástvini þökkum þeim af hlýhug, minnumst ástvina okkar og hugsum líka fallega til þeirra sem sannarlega leggja sjálfa sig að húfi í að bjarga okkur hinum. Kærar þakkir,“ sagði Sigurður Ingi. Athöfninni lauk með mínútu þögn.

 

Nýjar fréttir