-2.8 C
Selfoss

Ingó Veðurguð gerir góða hluti á Stöð tvö

Vinsælast

Ingó Veðurguð hefur verið að gera góða hluti á skjánum með þættina Í kvöld er gigg. Í þáttunum fær Ingó til sín skemmtikrafta sem saman telja í sannkallaða gleðistund. Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi, er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum en í umsögn um þættina segir hann: „Þessir þættir með Ingólfi Þórarinssyni, Ingó veðurguð, sem eru á eftir fréttum Stöðvar 2 á föstudögum, eru eitt besta efni sem íslenskt sjónvarp býður upp á um þessar mundir. Flottir músíkantar skemmta sér og áhorfendum með líflegum samræðum milli þess sem þeir flytja fjölbreytta og oft hugljúfa músík. Fín upplyfting í faraldrinum.“ Þar hafið þið það. Nú er ekkert annað að gera en að stilla á stöð tvö og fylgjast með í kófinu.

 

 

 

Nýjar fréttir