1.7 C
Selfoss

Pop-up sýning í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Skemmtileg pop-up sýning er nú á Listasafni Árnesinga í samstarfi við List án landamæra og Sólheima í Grímsnesi. Við litum við í Listasafni Árnesinga og hittum Birtu Guðjónsdóttur listrænan stjórnanda Listar án landamæra. „Sem listrænn stjórnandi Listar án landamæra, listahátíðar fatlaðra, sem stofnuð var árið 2003 og hefur verið starfandi sleitulaust og árlega síðan, að það er mjög ánægjulegt að fá tækifæri til að starfa með Listasafni Árnesinga og Sólheimum og listakonunum Pálínu og Elfu og þeirra leiðbeinendum, að því að leyfa gestum safnsins að njóta listfengis þeirra og hugarheims. Þær eru einstakir listamenn og ég mér finnst mjög líklegt að andi gesta safnsins muni lyftast enn hærra yfir sýningu þeirra í safninu,“ sagði Birta þegar hún var að stilla verkum þeirra Pálínu Erlendsdóttur og Elfu Bjarkar Jónsdóttur.

Hlýlegt kaffihús og safnabúð

Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar komið er í Listasafn Árnesinga er að búið er að gera lítið kaffihús með dálitlu úrvali ásamt því að komin er lítil verslun með hönnunarvöru. Það er því tilvalið að kíkja við í Listasafni Árnesinga, fá sér hressingu og njóta listarinnar og skoða verslunina.

 

Nýjar fréttir