1.1 C
Selfoss

Fréttir af Flóamannabók og Kótelettukvöldi

Vinsælast

Góðu fréttirnar eru þær að Flóamannabók kemur út vonandi á jólaföstunni, eru það tvær bækur um Hraungerðishreppinn í máli og myndum. Bækur sem verða uppflettirit allra Flóamanna næstu hálfa öldina. Hver bær fær sína sögu og ennfremur þær fjölskyldur, bændur og búalið sem þar hafa búið síðustu 220 árin. Bækurnar verða prýddar þúsundum mynda af fólkinu sem þar býr og bjó. Síðan verður hafist handa við að skrifa sögu Villingaholts- og Gaulverjabæjar-hreppa. En  Það er Jón M Ívarsson sagnfræðingur frá Vorsabæjarhóli sem ritar söguna. Þegar hafa hátt í fjögur hundruð manns gerst áskrifendur að bókinni fyrir sanngjarnt verð. Ég hvet þá sem ekki hafa gerst kaupendur að gera það strax á hinu hagstæða verði kr. 20 þús. Sendið inn beiðni á Sigmund Stefánsson netfang: sigmundurstef(hja)gmail.com  s: 898-6476, eða Jón M Ívarsson netfang: jonmivars(hja)gmail. com  sími: 861-6678

Vondu fréttirnar eru þær að árlegt Kótlettukvöld í Þingborg sem vera átti á vetrardaginn fyrsta fellur niður vegna Covitpestarinnar. En þessi kvöld hafa fest sig í sessi þjappað saman fólki og veitt útgáfunni mikinn fjárhagslegan stuðning. Koma tímar og koma ráð og aftur kemur haust í Flóann, við bíðum betri tíma og næsta haust þá gjalla lúðrar og vonandi verður þá blásið til Kótelettukvölds í Þingborg.

                                                    Bestu kveðjur

                                                Guðni Ágústsson

 

Nýjar fréttir