-5.9 C
Selfoss

Brennandi áhugi á kynningarfundi Brunavarna Árnessýslu

Vinsælast

Kynningafundur hjá Brunavörnum Árnessýslu var fjölsóttur af bæði körlum og konum, en þær voru sérstaklega hvattar til að sækja um. Um 60 manns samankomnir í húsnæði BÁ í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri setti fundinn, en starfsmenn slökkviliðsins voru með kynninguna og kynntu starfið fyrir áhugasömum. Í samtali við Pétur kom fram að kvöldið hefði heppnast vel og margir farið fróðari heim. Til stóð að ráða inn hlutastarfandi nýliða á haustmánuðum. Óskað var eftir fólki sem gæti starfað á Selfossi, Laugarvatni, Flúðum, Reykholti, Árnesi, Hveragerði og Þorlákshöfn í hlutastarfi í útkallsliði BÁ. Spurður um hver næstu skref verða fyrir þá sem sækja um segir Pétur að hver umsókn sem komið hafi inn verði metin. Þá taki við þrekpróf og hefðbundið ferli þess að verða slökkviliðsmaður.

 

Nýjar fréttir