9.5 C
Selfoss

Sumarhátíð á Hótel Selfoss

Vinsælast

Dagana 16.-18. júlí verður glæsileg dagskrá í húsakynnum Hótel Selfoss.

Fimmtudagurinn 16. júlí

Byrjað verður á fimmtudegi 16. júlí klukkan 20:30 þegar hinn ótrúlegi Eyþór Ingi kemur fram með allar sínar bestu hliðar. Óborganleg skemmtun þar sem Eyþór gefur sjálfum sér lausan tauminn; söngvarinn, eftirherman, grínistinn, hljóðfæraleikarinn og svo miklu meira.

Föstudagurinn 17. júlí

Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir stórsöngkona kemur fram og verður með ljúfa stemmingu á pallinum við Hótel Selfoss klukkan 16:00. Með henni leika Vignir Þór Stefánsson og Sigurgeir Skafti Flosason.

Um kvöldið verða glæsilegir tónleikar sem bera yfirskriftina ,,Sumarsöngvar Selfyssinga“. Þar koma fram glæsilegir söngvarar og frábær hljómsveit frá Selfossi.

Söngvararnir eru:

Gunnar Ólason, Unnur Birna, Pétur Örn, Magnús Kjartan, Guðlaug Ólafsdóttir, Karitas Harpa, Dagný Halla, Guðmundur Benediktsson, Einar Bárðarson, Elvar Gunnarsson, Íris Arna Gunnarsdóttir, Hermann Ólafsson, Gunnlaugur Bjarnason, Ólafur Bachmann og Ólafur Tryggvi Pálsson.

Laugardagurinn 18. júlí

Unnur Birna fiðlu og söng snillingur kemur fram á pallinum við Hótel Selfoss þann 18. júlí klukkan 15:00. Þar verður farið í alla helstu stíla, sungið og leikið af fingrum fram.

Með henni leika Vignir Þór Stefánsson og Sigureir Skafti Flosason.

Miðasala á kvöldtónleikana er á tix.is en frítt á suðurlandsdjazzinn.

Nýjar fréttir