2.8 C
Selfoss

Þefvísi fíkniefnaleitarhundurinn Stormur kemur upp um kannabisræktun

Vinsælast

Stormur, fíkniefnahundurinn knái, fann 280 kannabisplöntur á Suðurlandinu þann 5. júní sl.  Lögreglan á Suðurlandi naut liðsinnis hundsins, eins og oft áður, við leit af fíkniefnum. Embættið hefur haft í nógu að snúast í því að uppræta kannabisræktendur undanfarið, en sagt var frá stórum fíkniefnafundi í síðasta tölublaði Dagskrárinnar þar sem komu í leitirnar tæp 30 kíló af kannabisefnum sem fundust í sendibifreið í uppsveitunum Árnessýslu.

Hundurinn rann á lyktina

Fíkniefnaleitarhundurinn Stormur var fenginn til þess að aðstoða lögreglu vegna gruns um að fíkniefni væri að finna. Við leitina staðfesti Stormur fíkniefnalykt á viðkomandi sveitabæ. Í kjölfarið fór lögregla fram á við Héraðsdóm Suðurlands að heimiluð yrði leit í húsnæðinu. Í samtali við lögregluna kemur fram að hefði hundsins ekki notið við er óvíst að kannabisræktunin hefði fundist.  Hundurinn var ekki lengi að renna á lyktina og koma upp um ræktunina sem átti sér stað í haughúsi í útihúsi við sveitabæinn. Fjórir voru handteknir á vettvangi í þágu rannsóknarinnar. Málið er enn til rannsóknar og fer svo sína leið til ákærusviðs. Það er ekki úr vegi að minna á það að nafnlausar ábendingar til lögreglu skila gjarnan árangri í þessari baráttu.

Nýjar fréttir