11.1 C
Selfoss

Fasteignamat fyrir 2021 komið út

Vinsælast

Heildarmat fasteigna á Suðurlandi hækkar um 2,2%. Heildarmat fasteigna á Íslandi er 2,1%. Það er umtalsvert minni hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan, en þá hækkaði fasteignamat um 6,1%  á landinu öllu. Hækkunin á Suðurlandi var um 8% fyrir árið 2020.

Fasteignamat íbúða hækkar mest í Ölfusi

Af sveitarfélögum á Suðurlandi hækkar fasteignamat íbúða mest í Ölfusi eða um 15,2% þá hækkar fasteignamat sumarhúsa um 7,7% í Ölfusi og 6,8% á Ásahreppi. Ef litið er á landið hækkar fasteignamat sumarhúsa að meðaltali um 0,1%.

Bætt framsetning á vef

Á vef Þjóðskrár Íslands www.skra.is má fletta upp breytingum á fasteignamati milli ára auk þess sem aukin áhersla hefur verið lögð á myndræna og notendavæna framsetningu á nýju fasteignamati. Þannig geta eigendur fasteigna og aðrir bæði kynnt sér breytingar á einstökum eignum sem og þróun á milli ára eftir landsvæðum og mismunandi tegundum eigna. Upplýsingar um breytingar á fasteignamati eru nú settar fram á kortagrunni en auk þess hefur verið þróuð ný vefsjá fyrir matssvæði íbúðarhúsnæðis, sumarhúsa og atvinnuhúsnæðis sem sýnir staðsetningu matssvæða og breytingar á milli ára. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 30. desember 2020.

 

Nýjar fréttir