7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Lífshamingjan styrkurinn og sjálfsábyrgðin

Lífshamingjan styrkurinn og sjálfsábyrgðin

0
Lífshamingjan styrkurinn og sjálfsábyrgðin
Myndabanki.
Katrín Erla Kjartansdóttir

Aldrei meira en nú hefur það verið eins mikilvægt að hlúa að eigin hamingju og vellíðan á þessum miklu umbreytingartímum. Taka góða ábyrgð á sjálfum sér fara inná við og vinna þessa innri vinnu sem skilar sér svo margfalt til baka í meiri lífsgleði og velgengni. Allt byrjar með innra samtali við sjálfan þig, taka stöðuna með sjálfum þér. Elska þig.

Að leggja upp í ferðalag sjálfsskoðunar getur verið ein stærsta gjöfin sem þú gefur sjálfum þér.  Að skoða og viðurkenna eigin tilfinningar með opnu hjarta, að losa sig við innibirgðar neikvæðar tilfinningar eins og kvíða, reiði og höfnun sem gera það að verkum að þú ert ekki að njóta þín til fulls. Viðvarandi álag í óvissu, erfiðar tilfinningar og áföll hafa einnig mjög víðtæk áhrif á líkamann og ónæmiskerfið. Það er aldrei meiri þörf en einmitt núna að styrkja ónæmiskerfi sitt þannig að líkaminn sé sterkur, vernda sig frá því að vírus finni sér bólfestu og valdi veikindum eins og Covid svo dæmi sé tekið. Heildrænt heilbrigði líkama og sálar er aldrei aðskilið.

Ástæðan fyrir því að ég set þessar línur á blað er að ég hef mikinn og einlægan áhuga á að hjálpa og veita leiðsögn þeim sem hennar þarfnast.   Ég hef byggt upp mikla þekkingu í gegnum þau 34 ár sem ég hef starfað sem meðferðaraðili. Fyrstu árin mín á þessari braut vann ég sem Heilsunuddari en fljótlega sá ég það að það duggði ekki að vinna bara með líkamleg mein í meðferðum mínum. Upp úr aldamótunum kynntist ég jákvæðu sálfræðinni NLP (Nevro Linguistic Programming) . Með jákvæðri sálfræði ásamt markþjálfa menntun hef ég haldið fyrirlestra, námskeið fyrir hina ýmsu aðila ásamt því að bjóða upp á einkatíma fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

Ég persónulega hef farið í gegnum mörg áföll í lífinu sem í dag ég þakka fyrir því þau hafa öll gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Mín lífsins ganga hefur fært mér mikinn lærdóm og reynslu svo ég sé í stakk búin til að hjálpa öðrum með næmni mína og kærleika að leiðarljósi.

NLP leiðir að lausnum og eru mjög kærleiksríkar og umvefjandi aðferðir.  Með þessari aðferðafræði þá er unnið bæði að andlegri og líkamlegri heilsu. Horfðu á heildarmyndina þína, hugaðu að góðri hvíld, hreyfingu, næringu með vellíðan í sinni og njóttu þess um leið að vera þú. Mundu að elska þig og lífið þitt.

Ef ég get orðið þér að liði þá býð ég upp á fyrirlestra, námskeið og einkatíma í handleiðslu á Selfossi og Laugarvatni.

Sendi fullt hús kærleika til þín sem þetta lest.

Katrín Erla Kjartansdóttir MP NLP

Lífsmarkmið og samskiptafræði NLP