7.3 C
Selfoss

Lífið er hola

Vinsælast

Veturinn hefur ekki farið mjúkum höndum um yfirborð vega frekar enn fyrri daginn. Í bílferð fer það í besta falli í taugarnar á fólki að hristast um þegar það lendir í holunum og í versta falli með sprungnu dekki. „Það er ekkert mál að vera á bíl í kringum allar þessar holur á öllum vegum þessa stundina. Það er verra mál að vera á mótorhjóli að þræða milli þeirra,“ segir Steinþór Jónas Einarsson, mótorhjólakappi í samtali við Dagskrána. „Þessar holur eru lífshættulegar fyrir okkur sem ökum á mótorhjólum, en það þýðir lítið annað en að vera með upp glennt augu og vanda sig við aksturinn. Sé nú ekki talað um að halda hraðanum innan þeirra marka sem löggjafinn setur okkur,“ segir Steinþór að lokum.

Nýjar fréttir