6.7 C
Selfoss

Ekkert tilboð í stækkun hitaveitukerfis í Hornafirði

Vinsælast

Ekkert tilboð barst í stækkun dreifikerfis og lagningu heimæða á Höfn og í dreifbýli á vegum Hitaveitu RARIK í Hornafirði en frestur til að skila inn tilboðum rann út nýlega. Því er ljóst að tafir verða á fyrirhugaðri stækkun innanbæjarkerfis hitaveitunnar á Höfn og er nú unnið að því að endurskipuleggja verkþætti og fyrri tímaáætlanir verksins.

Framkvæmdir við lagningu 20 km stofnlagnar hitaveitunnar frá Hoffelli til Hafnar í Hornafirði ásamt byggingu dælustöðva og stjórnhúss er hins vegar í fullum gangi og er áætlað að hitaveitan taki til starfa síðar á þessu ári. Fyrst um sinn munu um 2/3 hlutar húsa á Höfn sem í dag tengjast fjarvarmaveitu RARIK á Höfn tengjast hitaveitunni. Einnig er áætlað að íbúar í dreifbýli tengist á þessu ári. Gert var ráð fyrir að tengingu nýrra notenda við hitaveituna á Höfn hæfist á þessu ári en nú er ljóst að það mun tefjast eitthvað.

Nýjar fréttir