0.4 C
Selfoss

Heimasíða um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi

Vinsælast

Sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps hafa skipað verkefnishóp til að kanna hvaða áhrif sameining sveitarfélaganna myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“.

Heimasíða verkefnisins er komin í loftið en hana er að finna á slóðinni www.svsudurland.is
Þar er að finna helstu upplýsingar fyrir íbúa sveitarfélaganna og aðra áhugasama um verkefnið. Þá er hægt að senda inn fyrirspurnir og verða svör birt á síðunni.

Markmið verkefnishópsins er að gera tillögu að því til hlutaðeigandi sveitarstjórna hvort hefja skuli formlegar sameiningarviðræður samkvæmt 119. grein sveitarstjórnarlaga.
Verkefnishópurinn mun leita svara við ýmsum spurningum varðandi áhrif mögulegrar sameiningar á fjármál, rekstur, stjórnsýslu og þjónustu við íbúa svæðisins til að meta hvort hag íbúanna er betur borgið í sameinuðu sveitarfélagi en í núverandi skipulagi. Í haust verður boðað til íbúafunda í hverju og einu sveitarfélagi þar sem leitað verður sjónarmiða íbúa og í framhaldinu framkvæmd skoðanakönnun.

Gert er ráð fyrir að tillaga verkefnishópsins liggi fyrir í lok október 2020, þannig að sveitarstjórnir geti tekið ákvörðun í nóvember. Verði ákveðið að hefja formlegar sameiningarviðræður munu íbúar ganga til kosninga um sameiningartillögu á árinu 2021.

Nýjar fréttir