7.1 C
Selfoss

Krónan á Hvolsvelli hugsar um sína

Vinsælast

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu greip verslunarstjóri Krónunnar á Hvolsvelli til sinna ráða til að sinna þeim sem eru í áhættuhópi sem best. „Í ljósi nýrra aðstæðna sem við upplifum nú í dag hef ég ákveðið að reyna auðvelda þeim sem eru í áhættuhóp innkaup sín. Starfsmenn Krónunnar ætla að bjóða fram aðstoð sína með því að taka til vörur fyrir viðskiptavini (eins og er þá er ekki hægt að bjóða slíka þjónustu fyrir alla þess vegna leggjum við áherslu á viðskiptavini okkar sem eru í áhættuhóp.),“ segir í tilkynningu frá Guðmundi. Blaðið hafði samband við Guðmund sem sagði að verkefnið hafi farið rólega af stað. „Fólk er ánægt með þetta og hrósar okkur fyrir framtakið. Þetta er aðeins farið að aukast núna og fólk er afar þakklátt fyrir það að geta fengið svona þjónustu.“ Guðmundur segir að hann muni reyna að halda þessu úti eins og hægt sé og það sé gott að geta hjálpað til í samfélaginu með þessum hætti. Þeim sem þurfa á aðstoð með þetta að halda er bent á að hafa samband við Guðmund veffangið: gudmundur@kronan.is.

 

Nýjar fréttir