-0.6 C
Selfoss

Sprittað í bak og fyrir

Vinsælast

Sprittið leikur orðið aðalhlutverk í daglegu lífi eftir að kórónuveiran fór að hreiðra um sig á Íslandi. Í samtali við sprittsala nokkurn á Suðurlandi kom fram að hann setti þak á magnið sem kaupa mætti í einu svo nóg væri til fyrir alla. Þá sagði vinsæll veitingasali á Suðurlandi að allir væru meðvitaðir um handþvott og sótthreinsun. „Gestir hafa aðgang að spritti og spritta sig í bak og fyrir þegar þeir koma og líka þegar þeir borga. Ég snýst svo með sprittið á lofti og þríf hurðarhúna, posa, og allt sem ég kemst í tæri við með sprittinu mörgum sinnum á dag,“ segir veitingasalinn.

Erlendir ferðamenn spyrja

Erlendir ferðamenn spyrja um veiruna og þróun hennar á Íslandi og hvernig málum sé háttað. Hvaða ráðstafanir þeir eigi að gera og svo framvegis. „Maður reynir að leiðbeina þeim með þetta eins og hægt er. Bæði þá hvað fram hefur komið í fréttum og svo hitt að þvo sér og þannig. Þá hafa þeir spurt hvort eitthvað þurfi að forðast sérstaklega. Mín tilfinning er að fólk sé almennt að vanda sig.“

Ró yfir fólki

Þeir sunnlendingar sem DFS.IS hefur rætt við eru sammála um að það þýði lítið að æsa sig yfir kórónuveirunni. „Það er auðvitað óþægilegt að vita af þessu, geta smitast og þannig, en maður verður bara að taka á því ef það gerist. Maður er samt alveg ungur þannig að það hjálpar. Annars er ég ekkert að velta þessu stanslaust fyrir mér.“

Annar segir: „Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessum vírus sem slíkum. Heilbrigðisyfirvöld eru að nálgast málið mjög vel. Ég hef hinsvegar meiri áhyggjur af því hvernig þetta er borið fram. Það eru æsifréttir sem lemja á manni  og hræða börn og gamalmenni. Við þurfum að passa upp á það. Réttar og nauðsynlegar upplýsingar eiga að liggja fyrir en ekki með æsifréttastíl.“

Kona sem dfs.is ræddi við segir: „Já, ég reyni bara að passa upp á hreinlætið. Daglegt líf heldur áfram og ég fer svo bara eftir fyrirmælum. Maður gerir bara sitt eins og þar stendur.“

Random Image

Nýjar fréttir