6.1 C
Selfoss

FOSS fer í verkfall á mánudag að öllu óbreyttu

Vinsælast

Lítið hreyfist í samningamálum hjá FOSS, stéttarfélagi og viðsemjendum þeirra eins og staðan er þegar þetta er skrifað. Að öllu óbreyttu verður verkfall tvo daga í næstu viku. Verkfallið mun hafa mikil áhrif á stofnanir sveitarfélaga þá daga sem það stendur.

Áætlaðir verkfallsdagar eru sem hér segir:

  • 9. og 10. mars
  • 17. og 18. mars
  • 24. mars
  • 26. mars
  • 31. mars og 1. apríl

Ótímabudnið alsherjarverkfall hefst þann 15. apríl takist ekki að semja fyrir þann tíma.

Mikil áhrif af verkfallinu á stofnanir sveitarfélaga

Þær stofnanir sem verkfallið kemur til með að hafa áhrif á eru sundlaugar, íþróttamannvirki, skólar og leikskólar svo eitthvað sé nefnt. Í samtali við sveitarstjórnarfólk kemur fram að komi til verkfalls muni áhrifanna gæta víða. Undirbúningur innan sveitarfélaganna er í gangi til að bregðast við verkföllunum. Þá hvetja sveitarfélögin íbúa sína til þess að fylgjast vel með þróun mála í fjölmiðlum, íbúasíðum og á heimasíðum sveitarfélaganna.

Sem dæmi um þær skerðingar sem kunna að verða á leikskólum eru meðal annars að ekki verði reiddur fram matur og börnin verða að borða heima. Þá kemur verkfallið til með að hafa mis mikil áhrif á vistun barnanna eftir deildum leikskólanna.

 

 

Nýjar fréttir