9.5 C
Selfoss

Blítt og létt hópurinn frá Eyjum 13. mars í Hvítahúsinu – gömlu og góðu Eyjalögin

Vinsælast

Söng og skemmtisveitin Blítt og létt frá Vestmannaeyjum er á ferðinni á fastalandinu og heldur sitt árlega Eyjakvöld í Hvítahúsinu Selfossi föstudagskvöldið 13. Mars, hefst skemmtunin kl. 22:00 og húsið opnar kl. 21:00 Blítt og létt hópurinn er þrettán ára gömul hljómsveit og á tónleikunum eru söng og hljóðfæraleikararnir tólf talsins. Sungin verða skemmtileg Eyjalög sem allir þekkja og textum varpað á vegg svo allir geti sungið með. Sögum af höfundum og ljóðum er síðan fléttað inn í dagskrána. Enginn sem unnir skemmtilegum söng og tónlist í anda Eyjamanna má missa af þessum viðburði.

Nýjar fréttir