0.6 C
Selfoss

Búist við austan roki eða ofsaveðri á Suðurlandi á laugardag

Vinsælast

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér tilkynningu um að búist sé við austan roki eða ofsaveðri og hríð á Suðurlandi og Suðausturlandi á laugardag.

Búið er að gefa út gula viðvörun fyrir Suðurland sem segir:

„Austan rok eða ofsaveður með vindhraða á bilinu 23-30 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, en staðbundið geta þær farið yfir 50 m/s. Einnig er búist við snjókomu með lélegu skyggni og slæmum aktursskilyrðum, en rigningu eða slyddu á láglendi síðdegis. Ekkert ferðaveður.“

Fyrir Suðaustuland eru gefnar út eftirfarandi viðvörun:

„Austan stormur eða rok með vindhraða á bilinu 23-28 m/s, hvassast í Öræfum. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, en staðbundið geta þær farið yfir 50 m/s. Einnig er búist við talsverðri eða mikilli snjókomu og skafrenningi með lélegu skyggni og slæmum aktursskilyrðum, en víða rigningu eða slyddu á láglendi síðdegis. Ekkert ferðaveður.“

Nýjar fréttir