6.1 C
Selfoss

Nýir tímar, nýjar áskoranir og nú tækifæri í landbúnaði

Vinsælast

Landbúnaður er einn af undirstöðuatvinnugreinum Suðurlands. Mikil umræða hefur verið um stöðu hans í landinu að undanförnu.  Í tilefni Rótarýdagsins  efnir Rótarýklúbbur Rangæinga og Landgræðslan til spennandi málþings undir yfirskriftinni Landbúnaður og umhverfi á Suðurlandi – nýir tímar, nýjar áskoranir og ný tækifæri. Málþingið er haldið í Gunnarsholti,  fimmtudaginn 27. febrúar kl. 13.00 –  Dagskráin er mjög fjölbreytt þar sem fjallað er m.a. um loftlagsbreytingar, loftlagsvænni landbúnað, kolefnisjöfnun, syndaaflausnir í loftlagsmálum, moldina, landnýtingu, lífræn efni í landbúnaði, breyttar heyverkanir, kornrækt, garðyrkju. Stutt en afar fróðleg erindi.

Rótarýklúbbur Rangæinga hefur starfað frá árinu 1966. Í klúbbnum starfa bæði konur og karlar, kappkostað er að fá fulltrúa frá sem flestum starfsgreinum til þess að taka þátt í rótarýstarfinu. Starf Rótarýklúbbana er gefandi, mannbætandi og þroskandi. Starfið tengir saman byggðalög og dregur úr hrepparíg og pólitískum núningi. Fólk í m.m. atvinnugreinum kynnist og byggir upp traust.  Á Íslandi starfa 31 Rótarýklúbbar  en félagar erum um 1300. Eitt af mikilvægustu verkefnum Rótarý á heimsvísu er útrýming lömunarveiki 3 í heiminum. Þar hefur tekist afar vel til með Rótarýhreyfinguna í fararbroddi.   Á hverjum fundi eru athyglisverðir stuttir fyrirlestrar um mál sem tengjast samfélaginu. Frú Vigdís Finnbogadóttir orðar þetta svo skemmtilega „ Rótarý er lifandi háskóli“ sem eru orð að sönnu. Fundir klúbbsins  okkar eru haldnir á fimmtudögum kl. 18.15 – klúbburinn starfar yfir vetrartímann og í uppsiglingu er fræðsluferð til Færeyja nú í vor.

Í Rótarýklúbbi Rangæinga er lifandi starf og ber að þakka forsvarsmönnum Landgræðslunnar fyrir þessa góðu og gefandi samvinnu varðandi þetta málþing sem og önnur sem haldin hafa verið.  Þetta er í sjöunda sinn sem Rótarýklúbbur Rangæinga og Landgræðslan efnir til málþings sem þessa. Það er öllum opið, við hvetjum sem flesta að taka þátt í málþinginu ekki síst bændur með baráttuhug framtíðarinnar í huga.

 

Ísólfur Gylfi Pálmason,

Forseti Rótarýklúbbs Rangæinga.

Nýjar fréttir