Daði vekur athygli utan landsteinanna

Síðastliðinn föstudag gáfu Daði og Gagnamagnið út myndband við lagið sitt Think about things. Myndbandið (og lagið) fékk strax mjög góðar viðtökur á Íslandi og er lagið nú að vekja athygli utan landsteinanna en það hefur farið eins og eldur í sinu á veraldarvefnum.

Lagið hefur ratað til breskra, þýskra og hollenskra fjölmiðla, en þeir hafa deilt laginu á samfélagsmiðlum sínum ásamt því að Eurovision-bloggarar hafa fjallað um lagið á vefsíðum sínum. Meira að segja náði lagið að fanga athygli Hollywood-leikarans og Íslandsvinarins, Russel Crowe, en hann deildi laginu á Twitter-síðu sinni.

Örlög Daða og Gagnamagnsins ráðast laugardaginn 29. febrúar þegar úrslitakvöld Söngvakeppninnar fer fram.