3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Daði vekur athygli utan landsteinanna

Daði vekur athygli utan landsteinanna

Daði vekur athygli utan landsteinanna

Síðastliðinn föstudag gáfu Daði og Gagnamagnið út myndband við lagið sitt Think about things. Myndbandið (og lagið) fékk strax mjög góðar viðtökur á Íslandi og er lagið nú að vekja athygli utan landsteinanna en það hefur farið eins og eldur í sinu á veraldarvefnum.

Lagið hefur ratað til breskra, þýskra og hollenskra fjölmiðla, en þeir hafa deilt laginu á samfélagsmiðlum sínum ásamt því að Eurovision-bloggarar hafa fjallað um lagið á vefsíðum sínum. Meira að segja náði lagið að fanga athygli Hollywood-leikarans og Íslandsvinarins, Russel Crowe, en hann deildi laginu á Twitter-síðu sinni.

Örlög Daða og Gagnamagnsins ráðast laugardaginn 29. febrúar þegar úrslitakvöld Söngvakeppninnar fer fram.