11.7 C
Selfoss

Flottur árangur hjá ungum Görpum

Vinsælast

Borðtennisiðkendur í íþróttafélaginu Garpi hafa staðið sig vel á aldursflokkamótaröðinni í vetur. Síðastliðna helgi voru veitt verðlaun fyrir heildarstigasöfnun á mótaröðinni og þar átti Garpur þrjá á palli. Lisbeth Viðja Hjartardóttir endaði í fyrsta sæti í flokki telpna f. 2007-2008. Jökull Ernir Steinarsson varð í öðru sæti í hnokkaflokki f. 2009 og síðar. Að lokum var það Anton Óskar Ólafsson sem hlaut bronsverðlaun í flokki pilta f. 2007-2008. 

Nýjar fréttir