7.3 C
Selfoss

Frjálsíþróttadeildin er til fyrirmyndar

Vinsælast

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Selfoss fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 6. febrúar. Á fundinum voru veittar viðurkenningar til iðkenda fyrir árangur seinasta árs auk þess sem stjórn deildarinnar var að langmestu leyti endurkjörin. Starfsemi deildarinnar er til mikillar fyrirmyndar og rekstur í föstum skorðum.

Á fundinum fékk deildin endurnýjun viðurkenningar sinnar sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ en Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Er þetta viðurkenning á því að deildin standist gæðaviðurkenningu ÍSÍ fyrir íþróttastarf. -gj

Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti Helga Sigurði Haraldssyni viðurkenningu sem fyrirmyndardeild ÍSÍ. Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur

Nýjar fréttir