12.3 C
Selfoss
Home Fréttir Valkyrja

Valkyrja

0
Valkyrja

Til að þreyja Þorrann og mánuðina sem fylgja er gott að geta brynjað sig með hlýrri slá þegar skutlast er milli staða. Uppskriftin er í stærðum S (M) og L. Ef fyrirhugað er að hafa slána síðari en sú sem hér er sýnd þarf að bæta við garni.

Efni

5 (6) 7 dk léttlopi no og 4 (5) 6 dk Dolce dökkgrátt sem er léttspunnin mohairblanda. Prjónar: 40 sm no 5 og 9 og 80 sm no 9.

Uppskrift:

Sláin er prjónuð ofan frá og niður.

Fitjið upp 90 (95) 100 l á prj no 5 med Dolce. Tengið saman í hring og prjónið stroff, 2 sl, 3 br 13 (15) 17 sm.

Prjónið saman 2. og 3. brugnu lykkjuna allan hringinn.

Skiptið yfir í prjóna no 9 og prj hér eftir með einum þræði af léttlopa og 1 þræði af Dolce.

Prjónið 2 sl og 2 br til skiptis – 5 umf.

Umf 6: *1 sl, 1 sl prjónuð í lykkjuna undir næstu l. 1 sl. 2 br*. Endurtakið * _ * út umferðina. Prjónið næstu 4 umferðir 3 sl, 2 br til skiptis.

Umf 11: *1 sl, 1 sl prjónuð í lykkjuna undir næstu l. 2 sl. 2 br*. Endurtakið * _ * út umferðina. Prjónið næstu 4 umferðir 4 sl, 2 br til skiptis.

Umf 16: *2 sl, 1 sl prjónuð í lykkjuna undir næstu l. 3 sl. 2 br*. Endurtakið * _ * út umferðina. Prjónið næstu 4 umferðir 5 sl, 2 br til skiptis.

Umf 21: *3 sl, 1 sl prjónuð í lykkjuna undir næstu l. 2 sl. 2 br*. Endurtakið * _ * út umferðina. Prjónið næstu 4 umferðir 6 sl, 2 br til skiptis.

Umf 26: *2 sl, 1 sl prjónuð í lykkjuna undir næstu l. 4 sl. 2 br*. Endurtakið * _ * út umferðina. Prjónið næstu 4 umferðir 7 sl, 2 br til skiptis.

Umf 31: *5 sl, 1 sl prjónuð í lykkjuna undir næstu l. 2 sl. 2 br*. Endurtakið * _ * út umferðina. Prjónið næstu 4 umferðir 8 sl, 2 br til skiptis.

Haldið áfram að auka þannig út í slétta hluta prjónsins í fimmtu hverri umferð til skiptis eftir 2 l og þegar 2 l eru eftir þangað til sl lykkjurnar eru orðnar 13.

Prjónið áfram þar til sláin er orðin hæfilega síð og fellið þá af.

Gangið frá endunum, þvoið í volgu sápuvatni og leggið til þerris.

 

Hönnun: Alda Sigurðardóttir