11.1 C
Selfoss

Bæjarfulltrúar í Árborg ýta á eftir vegaframkvæmdum

Vinsælast

Tómas Ellert Tómassond, bæjarfulltrúi lagði fram bókun fyrir hönd allra bæjarfulltrúa á fundi bæjarstjórnar þann 15. janúar sl. Þar var því fagnað að fullur skilningur ríkisins skuli vera á mikilvægi þess að ný Ölfusárbrú komist í framkvæmd sem fyrst. Þá leggja bæjarfulltrúarnir ríka áherslu á að lok framkvæmdarinnar verði ekki síðar en 2023 þar sem málið sé orðið svo brýnt að það þoli enga bið.

Bæjarráðið ítrekaði gagnrýni á að ekki væri haldið áfram með tvöföldun hringvegarins milli Hveragerðis og Selfoss. Þá þakkaði bæjarráð þann skilning sem sýndur var í frumvarpinu að gert verði hringtorg og undirgöng á Eyrarbakkavegi við Suðurhóla á Selfossi árið 2020.

Árborg tekur undir með Ölfusi

Bæjarráð Árborgar tekur undir með Sveitarfélaginu Ölfus og leggur áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn. Höfnin er nú þegar orðin mikilvæg vöruflutningahöfn en ljóst er að þær fjárfestingar sem óskað er eftir í hafnarmannvirkjum í Þorlákshöfn munu hafa í för með sér verulegan efnahagslegan ábata fyrir landshagi, en ekki aðeins fyrir atvinnusvæðið á Suðurlandi. Heppileg staðsetning hafnarinnar, sívaxandi umsvif í fiskeldi á Íslandi og væntanleg framþróun í matvælaframleiðslu á svæðinu eru meðal atriða sem gera munu höfnina mikilvægari á allra næstu árum. Bæjarráð telur mikilvægt að hugað verði strax að því að færa þungaumferð til og frá Þorlákshöfn suður fyrir Selfoss og bendir á Votmúlaveg í því sambandi.

 

Nýjar fréttir