12.8 C
Selfoss

Þrettándinn haldinn hátíðlegur á Selfossi

Vinsælast

Venju samkvæmt var þrettándinn haldinn hátíðlegur á Selfossi undir dyggri stjórn Ungmennafélags Selfoss. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við gesti og gangandi. Máninn óð í skýjunum, jólasveinar, tröll og álfar fóru á stjá og fylktu liði ásamt bæjarbúum frá Tryggvaskála að tjaldstæðinu við Gesthús. Þar hljómaði áramótatónlist um álfakónginn og drottninguna ásamt fleiri kunnuglegum söngvum. Við bjarmann frá bálinu heilsuðu jólasveinar upp á börn og fullorðna áður en þeir héldu af stað til fjalla. Þrettándagleðinni lauk með glæsilegri flugeldasýningu sem Björgunarfélag Árborgar skaut upp í samstarfi við Ungmennafélagið.

Nýjar fréttir