-2.2 C
Selfoss
Home Fréttir Lausnarorð myndagátu jólablaðsins

Lausnarorð myndagátu jólablaðsins

0
Lausnarorð myndagátu jólablaðsins

Myndagátan er fastur þáttur í jólahaldi Sunnlendinga. Fjölmargir tóku þátt og sendu inn svör við gátunni. Hér að neðan er lausnaroðið við gátunum. Haft verður samband við vinningshafa innan skamms og þeim veittir glæsilegir vinningar frá Kjörís.

Myndagátan

Lausnarorð myndagátunnar er sem hér segir: Ekki voru þær til sóma íslendingum fréttirnar af græðgi Samherja í Namibíu og á þjóðin eflaust eftir að súpa seyðið af þeim gjörningum. Túrhestum fækkaði eftir fall flugfélags og atvinnuleysi jókst. Við verðum samt að líta björtum augum til framtíðarinnar.

Höfundur gátunnar er Eygló Gränz.

Barnamyndagátan

Lausnarorð barnamyndagátunnar er sem hér segir: Ljósið á Ingólfsfjalli bendir til þess að jólasveinar búa þar og að Grýla er bara heima og hætt að borða börn. Gott mál. 

Höfundur gátunnar er Eygló Gränz.