8.9 C
Selfoss

Hjálparsveit Skáta í Hveragerði hefur sinnt útköllum í dag

Vinsælast

Í samtali við formann Hjálparsveitar Skáta í Hveragerði kemur fram að sveitin hafi þurft það sem af er degi að fara í nokkur útköll. Aðeins eitt þeirra var vegna foktjóna fyrr í dag. Annars hafa útköllin að mestu snúist um að liðsinna fólki sem fest hefur bíla sína m.a. uppi á Hellisheiði. Þá var sveitin fengin til að fylgja sjúkrabíl yfir heiðina.

Útlit er að sveitin verið að störfum eitthvað áfram og í viðbragðsstöðu meðan veðrið gengur yfir.

Nýjar fréttir