6.1 C
Selfoss

Fasteignaskattur í Árborg tekur mið af lífskjarasamningnum

Vinsælast

Í tilkynningu frá Svf. Árborg kemur fram að ákveðið væri að horfa til lífskjarasamnings aðila almenna vinnumarkaðarins. Tilkynninguna má sjá hér að neðan ásamt gjaldskrá og breytingum á henni.

„Við ákvörðun um lækkun fasteignaskattsprósentu og vatnsgjalds afréð bæjarstjórn Svf. Árobrgar að horfa til lífskjarasamnings aðila almenna vinnumarkaðarins sem undirritaður var í apríl síðastliðnum. Þannig var fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkaður um 7,5%, á fundi bæjarstjórnar Svf. Árborgar þann 11. desember sl., til að bregðast við hækkunum á fasteignamati. Vatnsgjald var lækkað um 2,5%.

Fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði var einnig lækkaður. Sú lækkun var 3% og álagningin fer því niður í 1,6%. Er þetta í fyrsta sinn í sögu Svf. Árborgar sem að fasteignaskattsprósenta af atvinnuhúsnæði lækkar, en hún hefur verið óbreytt frá stofnun sveitarfélagsins árið 1998.

Gjaldskrárbreytingar vegna þjónustu taka almennt mið af forsendum lífskjarasamnings og bæjarstjórn samþykkti því að takmarka hækkun á þjónustugjaldskrám Árborgar við 2,5% þann 1. janúar 2020.

Eina frávikið er að gjaldskrá vegna sorphirðu og förgunar hækkar um 5% til að tryggja að málaflokkurinn standi undir kostnaði. Sveitarfélagið mun bjóða út alla þætti sorphirðu og förgunar/úrvinnslu á næsta ári og einnig leita annarra leiða í þágu umhverfis og til hagsbóta fyrir íbúa. Vonast sveitarfélagið til þess að í framhaldinu lækki gjaldskrár vegna sorpmála.

Fasteignaskattsprósenta á íbúðarhúsnæði var því lækkuð úr 0,275% af fasteignamati í 0,2544%, fasteignaskattsprósenta á atvinnuhúsnæði var lækkuð úr 1,65% í 1,60% og vatnsgjald úr 0,1765% af fasteignamati í 0,1721%,“ segir í tilkynningunni.

Gjaldskrárbreytingar

1) Gjaldskrá Selfossveitna 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

2) Gjaldskrá fyrir frístundaheimili í Árborg 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

3) Gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

4) Gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

5) Gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

6) Gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

7) Gjaldskrá fyrir bókasöfn Árborgar 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

8) Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

9) Gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

10) Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

11) Gjaldskrá fyrir frístundaklúbbinn í Árborg 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

12) Gjaldskrá fyrir Grænumörk 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

13) Gjaldskrá vegna afnota á húseigna í Árborg 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

14) Gjaldskrá vegna fráveitu (tæming rotþróa) í Árborg 2020 – Hækkunin nemur 2,5%

15) Gjaldskrá fyrir sorphirðu og gámasvæði í Árborg 2020 – Hækkunin nemur 5% fyrir sorphirðugjöld og 2,5% á gámasvæði í Árborg.

 

Gísli H. Halldórsson bæjarstóri í Svf. Árborg.

Nýjar fréttir