11.7 C
Selfoss

Vel mætt á síðasta upplestur á Bókakaffinu fyrir jól

Vinsælast

Heitt kakóið, rjóminn og súkkulaðispænirinn á toppinn er það sem einkennir stemninguna á Bókaffinu þegar mætt er á upplestrarkvöld. Þá spillir ekki fyrir að venju samkvæmt eru vel valdir höfundar sem lesa úr verkum sínum. Fjölbreyttur hópur höfunda lásu allt frá ísköldum glæpasögum yfir í söguna af lífseigu flökkukindinni Herdísarvíkur-Sturtlu. Þá voru viðstaddir afar heppnir er einn höfunda kvað kvæði.

 

Aðferðir til að lifa af heitir bók Guðrúnar Evu, Bergþóra les upp úr bók sinni Svínshöfuð, Guðbjörg Jóna Torfadóttir kynnir ljóðabókina Tásurnar, Hlynur Níels Grímsson les úr Veikindadögum og Guðmundur S. Brynjólfsson les úr glæpasögunni Þögla barninu. Þá kynnir Heiðmar Ingi Jónsson nýútkomna ævisögu Rasmunar Kristian Rask og kindakarlarnir Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson lesa upp úr hinum rómuðu Kindasögum.

Húsið verður opnað klukkan 8 en lestur hefst hálftíma síðar og stendur aðeins í klukkustund. Á eftir gefst tækifæri til skrafs við skáldin og að vanda mun kakó ylja gestum.

Nýjar fréttir