8.9 C
Selfoss

Brunavarnir Árnessýslu fá veglega gjöf frá Hafnarnesi Ver hf.

Vinsælast

Í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu kemur fram að  forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Hafnarnes Ver hf. hafi gefið Brunavörnum Árnessýslu veglega gjöf í gærkvöldi. Gjöfin var öflug rafmagnsdæla sem hentar afar vel til dælinga á vatni þar sem mikið vatnsflóð hefur orðið. Dælur eins og þessi koma sér einkar vel þegar dæla þarf vatni úr skipum sem að hefur komið leki, eða við aðrar viðlíka aðstæður.

„Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er dælan stór og myndarleg, smíðuð úr rústfríum efnum sem henta einkar vel til dælinga á sjó.

Dælan verður nú merkt upp og gerð klár til notkunar hjá Brunavörnum Árnessýslu og mun hún verða staðsett á einum af dælukerrum liðsins á slökkvistöðinni í Þorlákshöfn.

Vel hefur árað hjá fyrirtækinu Hafnarnes Ver hf. á árinu 2019 og ákváðu eigiendur fyrirtækisins að deila þeirri velgengni með öðrum í samfélaginu. Alls gáfu forsvarsmenn fyrirtækisins 16 rausnarlegar gjafir í gær til eflingar á íþrótta-, félags- og menningarstarfi í Ölfusi.

Aldeilis frábært framtak sem ber vott um ríka samfélagslega hugsun stjórnenda Hafnarnes Ver hf.“

Nýjar fréttir