5.6 C
Selfoss

Dagný á palli í Rúmeníu

Vinsælast

Í lok nóvember fóru fjórir keppendur frá Selfossi til Rúmeníu með keppnisliði Einherja að keppa á Dracula Open G1. Það voru þau Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Dagný María Pétursdóttir, Gunnar Snorri Svanþórsson og Natan Hugi Hjaltason. Ásamt þeim var Anton Heiðarsson úr Björk auk þjálfaranna Sigursteins Snorrasonar og Daníels Jens Péturssonar.

Ingibjörg Erla var að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega móti í tæp tvö ár eftir meiðsli og var gaman að sjá hana aftur inná vellinum, en því miður datt hún út í fyrstu umferð.

Dagný María lenti í því leiðinlega atviki að vera komin alla leið til Rúmeníu og fá engan bardaga í sínum þyngdarflokki -73kg og þurfti því að færa sig upp í þungavigt kvenna. Þar keppti hún á móti æfingafélag sínum úr HUK-TI frá Danmörku og hafnaði í öðru sæti.

Gunnar Snorri keppti sinn fyrsta senior bardaga á G-Class móti en lenti strax á móti sterkum andstæðing frá Rússlandi og datt út í fyrstu umferð en kemur reynslunni ríkari heim.

Natan Hugi keppti á sínu fyrsta G-Class móti í flokki junior og stóð sig vel framan af en tapaði að lokum á móti reynslumeiri keppanda í fyrstu umferð.

Flottur árangur hjá okkar fólki.

-djp

Natan Hugi fær góð ráð frá Daníel Jens. Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Daníel Jens
Natan Hugi fær góð ráð frá Daníel Jens. Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Daníel Jens

Nýjar fréttir