2.8 C
Selfoss

Gagnlegur íbúafundur haldinn á Stokkseyri

Vinsælast

Hverfaráð Stokkseyrar blés til íbúafundar sem haldinn var á sal Barnaskólans á Stokkseyri. Vel var mætt á fundinn en alls komu 70 manns. Á fundinum var bæjarstjóri og bæjarfulltrúar sem sátu fyrir svörum. Margt var rætt á fundinum. Í samtali við Gísla Halldór Halldórsson kom fram að hann hefði verið ánægður með gott samtal við íbúa. Þá var það mat þeirra íbúa sem blaðamaður ræddi við að loknum fundi að hann hefði verið hreinskiptinn og málefnum sem brunnu á hefði verið komið á framfæri til bæjarfulltrúa og bæjarstjóra.

Umferðarmál og umhverfismálin rædd

Meðal ábendinga sem kom fram frá íbúum voru gatnamótin sem liggja frá bænum og að Eyrarveginum hættuleg og það þyrfti að bæta þau. Þá var á það bent að núverandi gatnamót í Ölfusi, þegar íbúar ætla að fara yfir Þrengslin til Reykjavíkur væru ekki boðleg þegar ekið er inn á Þorlákshafnarveginn til vinstri eða Þrengslaveginn til hægri.

Þá var rætt um umgengnismál í kringum hús og annað í bænum. Gömul bílhræ og fleira sem mætti gjarna fara. Því mætti fylgja vel eftir af hendi bæjarins og ýta á það að dót og drasl yrði hirt. Þá var rætt um mikilvægi þess í heilsueflandi samfélagi Árborgar að íbúar á Stokkseyri hefðu aðgang að sundlauginni til jafns við þá sem væri uppi á Selfossi með þeim hætti að opnunartími væri rýmkaður. Það gætu vafalaust margir hugsað sér að fara í sund á morgnana áður en þeir færu til vinnu.

Flokkunarmálin voru

Þá lýstu íbúar því að vatnið kæmi oft ekki nægjanlega heitt niður eftir og það mætti huga að því varmatapi sem verður á leiðinni. -gpp

Nýjar fréttir