2.7 C
Selfoss

Umhverfisvænni samgöngur lykilþáttur í minni losun

Vinsælast

Fyrir skömmu kynntu stjórnvöld átak um stóraukinn fjölda hleðslustöðva. Miklu varðar að hraða orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti til umhverfisvænni samgangna, svo sem með því að nota metan, vetni og rafmagn á bíla. Staðreyndin er að svigrúm almennings til að minnka losun er hvað mest í samgöngum.

Umhverfisstofnun heldur utan um losunarbókhald Íslands sem skilað er árlega til ESB og UNFCCC og byggjast skuldbindingar landsins í loftslagsmálum á þeim gögnum. Ítarlegri upplýsingar má finna hér.

Tölur um losun frá vegasamgöngum og hlutfall af þeirri losun sem fellur á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda sýna að árið 2005 voru vegasamgöngur 26% af losun. Þetta hlutfall var komið upp í 34% árið 2017, þar vega fólksbílar mest. Tölur frá 2018 liggja ekki fyrir. Á meðan losun frá vegasamgöngum hefur aukist þá hefur heildarlosun sem fellur á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda dregist saman um 5% miðað við 2005. Ef vegasamgöngur eru fráskildar, þá hefur heildarlosunin dregist saman um 15%.

Á mannamáli þýðir þetta að á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur dregist saman, hefur losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega. Því skiptir miklu til varnar hnattrænni hlýnun að fjölga hleðslustöðvum sem selja rafmagn á bíla. Öflugir orkuinnviðir og gott aðgengi að þeim skipta höfuðmáli til að samgöngur Íslendingar geti orðið umhverfisvænni.

Nýjar fréttir