8.4 C
Selfoss

Ninna Sif valin sóknarprestur í Hveragerðisprestakall

Vinsælast

Ninna Sif Svavarsdóttir var valin sóknarprestur Hveragerðisprestakalls í kosningu sem fram fór sl. þriðjudag. Prestkallið nær yfir Hveragerðiskirkju og Kotstrandarkirkju. Dagskráin hafði samband við Ninnu Sif og spurði út í fréttirnar. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt með þessu. Jafnframt er ekki auðvelt að fara frá Selfossi og því góða starfi sem unnið er þar. Starfið leggst vel í mig og ég er full tilhlökkunar að takast á við það.

Ninna Sif hefur starfað á Selfossi í 10 ár. Fyrst sem æskulýðsfulltrúi frá 2009. Hún vígðist til prestsþjónustu við söfnuðinn 2011. „Á Selfossi er mikill velvilji í garð kirkjunnar, fólk er duglegt að koma til kirkju og mikill metnaður fyrir góðu starfi. Allt hjálpast að til að gera það að einstaklega gefandi prestsþjónustu. Hveragerði hefur verið minn heimabær frá 2005 og ég á rætur í Ölfusið þar sem afi minn og amma bjuggu.  Ég sótti um að fá að þjóna í Hveragerði af því að ég hef einlæga löngun til þess að láta gott af mér leiða í mínum heimabæ og vera virkur þátttakandi í samfélaginu sem hefur reynst mér og mínu fólki svo vel.  Í kirkjum og sóknarnefndum prestakallsins starfar frábært fólk sem þykir vænt um kirkjurnar sínar og ég hlakka mikið til samstarfsins,“ segir Ninna Sif að lokum.

 

Nýjar fréttir