-0.5 C
Selfoss

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir semur við Selfoss

Vinsælast

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss til tveggja ára.

Dagný kemur til Selfoss frá Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hún er margreynd landsliðskona og atvinnumaður en hún hefur spilað 178 deildarleiki hér heima og erlendis og skorað í þeim 49 mörk. Dagný hefur leikið 85 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk.

Dagný býr á Selfossi og er ekki ókunnug félaginu því hún hefur spilað 37 leiki fyrir Selfoss í öllum keppnum. Hún spilaði síðast með Selfossi í úrvalsdeildinni 2015.

„Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að hafa náð að semja við Dagnýju. Við stefnum á að bæta árangur liðsins enn frekar og það er heiður fyrir félagið og þýðingarmikið fyrir samfélagið að fá atvinnumann af þessari stærðargráðu til þess að taka þátt í þessu verkefni. Við vitum öll hvað Dagný getur og hún mun klárlega hjálpa okkur að komast á næsta stig. Dagný þekkir Selfoss og er frábær félagsmaður og á eftir að gera mikið fyrir okkur bæði innan og utan vallar,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.

Nýjar fréttir