0.5 C
Selfoss

Stjórnendur Brunavarna Árnessýslu við stífar æfingar

Vinsælast

Æfingar og aftur æfingar er það sem gildir hjá Brunavörnum Árnessýslu. Í tilkynningu frá BÁ kemur fram að það verði seint fullmetið hversu mikilvægar æfingar slökkviliðsmanna og annarra aðila sem koma að björgun fólk séu. Þegar slökkvilið mætir á vettvang er það fyrsta verk stjórnenda að meta vettvanginn og gera frumáætlun eins fljótt og auðið er. Áætlunin þarf að vera þannig að allur viðbragðshópurinn þarf að skilja hana á sama hátt. Það er ekki alltaf auðvelt að ná yfirsýn á vettvangi, þegar mikið liggur við og ábyrgðin getu verið mikil á stjórnandann.

Í vikunni kom ISAVIA með sérstakan hermi í Björgunarmiðstöðina á Selfossi. Forritið virkar þannig að hægt er að setja upp vettvang á gagnvirkan hátt fyrir viðbragðsaðila í tölvu, sem síðan er hægt að varpa upp á stóran skjá þannig að allt verði sem raunverulegast. Hægt er að kalla fram allar mögulegar hliðar útkalla í forritinu og stjórnandi forritsins getur látið vettvanginn þróast á skjánum fyrir framan stjórnanda slökkviliðs eftir því til hvaða aðgerða hann grípur. Æfingin verður þannig afar raunveruleg þó setið sé inni í kennslustofu. Hljóð og mynd sjá til þess að álagið verður umtalsvert og líkir eftir raunverulegum vettvangi.

Brunavarnir Árnessýslu voru mjög ánægð með raunverulega og krefjandi æfingu og eigum við ISAVIA bestu þakkir fyrir að gefa sér tíma til þess að undirbúa æfinguna fyrir okkur og senda mann og búnað til að keyra æfinguna.

Random Image

Nýjar fréttir