11.1 C
Selfoss

Hrekkjavaka á Selfossi í kvöld – farið varlega

Vinsælast

Í kvöld verður Hrekkjavaka á Selfossi en einhverjir íbúar hafa tekið sig saman um að vera með opið fyrir ófrýnilegum forynjum og draugum sem ganga um götur að sníkja nammi eða gera grikk. Rétt er að benda ökumönnum á að gera ráð fyrir þessu þegar þeir aka um götur. Einnig er rétt að benda foreldrum á að þrátt fyrir metnað í búningagerð, skiptir öllu máli að sjást vel í umferðinni!

Nýjar fréttir