8.9 C
Selfoss

Heiðursstund Geira á Stað

Vinsælast

Vinir alþýðunnar í Eyraþorpum  og Hrútavinir héldu kveðjuhóf fyrir Siggeir Ingólfsson f.v. staðarhaldara í Samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þann 14. október sl. Þar hafa þessir aðilar undir forystu Geira haldið marga veisluna á þeim 7 árum sem hann rak Stað. Nú var boðið upp á svið og að venju lögðu margir í púkkið en sviðin komu frá Magnúsi Greirssyni á Fornusöndum.

Að venju var bókahappadrætti og nú bækur brá Bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi. Margar ræður voru  fluttar og Siggeir mærður í bak og fyrir og fékk hann gjafabréf frá Hótel Selfossi með mat og gistingu sem kveðjugjöf Vina alþýðunnar sem voru um 50 talsins á þessari hátíð.

Nýir aðilar þau; Elín Birna Bjarnfinnsdóttir og Ingólfur Hjálmarsson tóku við rekstri að Stað í sumar og er sami kraftur þar og fyrr enda mikið að gerast í mannlífi og fögnuðum á Stað.

Siggeir Ingólfsson er fluttur í Stykkishólm og mun þar sinna sérverkefnum Hrútavinafélagsins Örvar á Suðurlandi enda hefur hann verið mjög virkur félagi í 20 ára farsælli sögu þess félags.

Nýjar fréttir