11.7 C
Selfoss

Selfyssingar unnu nýliðana

Vinsælast

Selfyssingar tóku á móti nýliðum HK í þriðju umferð Olísdeildarinnar í Hleðsluhöllinni á laugardag og höfðu að lokum góðan sigur 29-25.

Selfyssingar byrjuðu fyrri hálfleik betur og voru skrefinu á undan fyrstu 20 mínúturnar. HK-ingar náðu þá góðum kafla og jöfnuðu í 10-10 með auðveldum mörkum í autt mark Selfyssinga sem voru með brottvísun á sér. Gestirnir héldu áfram og náðu tveggja marka forystu fyrir lok fyrri hálfleiks, 12-14.

Selfyssingar rifu sig í gang í seinni hálfleik, náðu fljótt að jafna leikinn og komast þremur mörkum yfir, 17-14. Heimamenn héldu tveggja til þriggja marka forskoti allan seinni hálfleik og náði HK aldrei að komast aftur inn í leikinn. Lokatölur 29-25.

Mörk Selfoss:Haukur Þrastarson 8, Hergeir Grímsson 6, Atli Ævar Ingólfsson, Árni Steinn Steinþórsson og Alexander Már Egan 4, Guðni Ingvarsson, Hannes Höskuldsson og Nökkvi Dan Elliðason 1. Varin skot: Sölvi Ólafsson 15 (40%).

Selfyssingar sitja í 5. sæti deildarinnar með 5 stig og sækja Eyjamenn heim í næstu umferð miðvikudaginn 9. október. Næstu leikur hjá strákunum er hins vegar í Svíþjóð í Evrópukeppninni gegn Malmö laugardaginn 5. október.

esó

Nýjar fréttir