0.4 C
Selfoss

Magnús frumkvöðull á Íslandi

Vinsælast

Magnús Tryggvason þjálfari hjá sunddeild Selfoss var í hópi fyrstu Íslendinga sem útskrifast af Level 3 þjálfaranámskeiði Alþjóðasundsambandsins (FINE) sem haldið var á vegum Sundsambands Íslands í lok september. Um er að ræða æðsta stig þjálfaramenntunar sem FINE býður upp á.

Það var mikil gleði í hópnum við lok þessa fimm daga námskeiðs og voru þau öll sammála um að hafa lært gríðarlega mikið. Ekki spillti fyrir að hafa frábæran kennara sem kom hingað til lands frá Bandaríkjunum sérstaklega til að kenna. Flestir þjálfarar sem sátu námskeiðið komu frá Færeyjum eða fimm talsins, einn kom frá Noregi og þrír frá Íslandi.

Nýjar fréttir