1.1 C
Selfoss

Heyrnamælingar ungbarna á Suðurlandi

Vinsælast

Nú er öllum börnum á Íslandi boðin skimun fyrir heyrnarleysi og árlega greinast eitt til tvö af hverjum þúsund börnum með einhverja gráðu heyrnaskerðingar.

Þann 10. september 2019 komu sérfræðingar frá Heyrnar og talmeinastöð Íslands á HSU og þjálfuðu ljósmæður stofnunarinnar í heyrnamælingum nýbura og ungbarna og hafa nú fimm ljósmæður á HSU  fengið þjálfun í heyrnamælingu. Heyrna- og talmeinastöðin sér ljósmæðrum fyrir mælitækjum.

Nú verður því framvegis boðið upp á heyrnamælingu nýbura við 5 daga barnalæknisskoðun hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og einnig verður hægt að heyrnamæla þau ungbörn sem ekki hafa enn fengið heyrnamælingu.

Þegar börn eru heyrnamæld þá þurfa þau helst að vera sofandi, ekki er hægt að heyrnamæla barn sem er óvært og/eða grætur.  Á myndinni er sonur Guðbjargar Esterar Einarsdóttur og Árna Felixar Gíslasonar heyrnamældur og virðist lítið kippa sér upp við mælinguna.

Nýjar fréttir