8.9 C
Selfoss

Upplagt tækifæri að heimsækja Dyrhólaey á sunnudag

Vinsælast

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, þann 16. september nk., býður Umhverfisstofnun þér að taka þátt í strandhreinsun í Dyrhólaey, sunnudaginn 15. sept.

Landvörður á svæðinu býður gestum í létta fræðslugöngu áður en leiðin liggur niður á strönd.

Mæting er við salernishúsið á Lágey klukkan 14:00,sunnudaginn 15. sept og er áætlað að gangan og hreinsunin taki um tvær klukkustundir.

Að verki loknu býðst gestum kaffisopi í landvarðahúsinu á Háey.

Endilega látið sjá ykkur – vinnum saman að vernd íslenskrar náttúru.

Nýjar fréttir