1.7 C
Selfoss

Titilvörnin hafin hjá Íslandsmeisturunum

Vinsælast

Selfyssingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörð í gær, í upphafsleik Íslandsmótsins í handbolta, þegar þeir unnu FH, 30-32.

Leikurinn byrjaði spennandi en fyrsta stundarfjórðunginn skiptust liðin á að skora. En fyrir hálfleik höfðu Selfyssingar myndað ágætt forskot og leiddu leikinn með fjórum mörkum þegar flautað var til hálfleiks, 13-17.

Í seinni hálfleik ná FH-ingar að koma sér aftur inn í leikinn með fimm mörkum í röð, sem breytti stöðunni í 25-25. Selfyssingar létu það þó ekki slá sig út af laginu og voru sterkari aðilinn á lokasprettinum, með Hauk Þrastarson í fararbroddi.

Maður leiksins, Haukur Þrastarson, var frábær í leiknum með 9/1 mörk, 7 stoðsendingar og 9,6 í einkunn. Guðni Ingvarsson átti einnig mjög góðan leik og skilaði 8 mörkum fyrir lið sitt, Hergeir Grímsson skoraði 4/2, Atli Ævar Ingólfsson og Árni Steinn Steinþórsson 3, Magnús Öder Einarsson og Alexander Már Egan 2 og Guðjón Baldur Ómarsson 1.

 

Nýjar fréttir