2.8 C
Selfoss

Gjaldþrot Guðna bakara staðfest

Vinsælast

Eins og fram hefur komið á dfs.is var Guðna bakara lokað 28. ágúst sl. og hefur það nú verið staðfest af ríkisskattstjóra að fyrirtækið varð úrskurðað gjaldþrota 26. ágúst sl.

Í samtali við DV segir Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, eigandi Guðna bakara, að „bakaríið gekk ekki vel vegna mikils kostnaðar og var ákveðið að skella í lás, þar sem það var ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri.“

Jói Fel keypti rekstur Guðna bakarís og Kökuvals á Hellu, í lok árs 2017. Heimamenn sjá mikið eftir Guðna bakara en fyrir 2017 hafði Guðnabakarí verið starfandi síðan 1. júlí 1972, þegar Guðni Andreasen og eiginkona hans Björg Óskarsdóttir stofnuðu bakaríið.

 

 

Nýjar fréttir