3.4 C
Selfoss

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi æfa viðbröð við stóru flugslysi

Vinsælast

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi æfa viðbragð við flugslysi á Höfn í Hornafirði. Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi voru viðbragðsaðilar ræstir út í morgun vegna „slyssins“.

„Æfingar sem þessar eru haldnar reglulega á vegum ISAVIA á flugvöllum landsins. Aðgerðastjórn almannavarna var virkjuð á Selfossi vegna „slyssins“ auk þess sem samhæfingastöðin í Skógarhlíð var mönnuð.

Samkvæmt æfingaplaninu hlekktist vél með samtals 42 um borð á í lendingu á vellinum. Slys af þeirri stærðargráðu myndi kalla á gríðarlegt viðbragð allstaðar að af landinu.

Æfingin er langt komin, hefur gengið vel og verður rýnd síðar í dag,“ segir í tilkynningunni .

Nýjar fréttir