10 C
Selfoss

Heimilið og jólin opna spennandi verslun á Selfossi

Vinsælast

Næstkomandi sunnudag, þann 1. september, opnar verslunin Heimilið og jólin gjafa- og jólavöruverslun að Austurvegi 65 þar sem gamla mjólkurbúðin var til staðar. Dagskráin hitti þau Hönnu Siggu og Ólaf Hlyn að máli í versluninni í gærdag og spurði þau um hvers væri að vænta.

„Við erum farin að iða í skinninu með að sýna nærsveitungum og öðrum glæsilegt úrvalið hér innanyra. Við vonumst svo til að verslunin verði kærkomin viðbót við þá miklu uppbyggingu sem er að eiga sér stað á Selfossi,“ segja Hanna Sigga og Ólafur. Þau hjón vilja ekki gefa of mikið upp að sinni.

Blaðamaður getur þó vottað að nafn verslunarinnar stendur svo sannarlega undir nafni. Þar eru munir og gjafavara fyrir hin ýmsu rými heimilisins og auðvitað spennandi jólavörur sem kitla jólabarnið í flestum. Það verður því spennandi að sjá þegar verslunin opnar dyr sínar á sunnudaginn. Nánar má lesa um verslunina í næsta tölublaði af Dagskránni sem kemur miðvikudaginn 3. september nk.

Nýjar fréttir