1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Hægt að sækja um nemakort í Strætó

Hægt að sækja um nemakort í Strætó

0
Hægt að sækja um nemakort í Strætó

Í haust eru margir nemendur að hefja eða halda áfram námi sínu. SASS minnir nemendur á Suðurlandi, sem sækja skóla á höfuðborgarsvæðinu, á að það er hægt að fá strætókort á sama verði og nemendum í FSu býðst að kaupa. Kortið kostar nemendur 90.000 kr. á önn. Hægt er að sækja um kortið hvort sem nemendur sækja framhaldsskóla eða háskóla.

„Það er lítið mál að sækja um kortið og það er heilmikil búbót fyrir nemendur á Suðurlandi sem sækja skóla á höfuðborgarsvæðinu. Kortið gildir af Suðurlandi og áfram innan leiðarkerfis Strætó á höfuðborgarsvæðinu í þann skóla sem sækja á. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hvetja alla nemendur sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu til að nýta sér þjónustu Strætó og þetta góða tilboð, segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS.“

Til að fá útgefið Strætókort (nemakort) þarf að gera eftirfarandi:

  1. Nemakortið kostar 90.000 kr. á önn. Fjárhæðina þarf að leggja inn á reikning Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Reikningsnúmer: 586-26-100122 kt. 480775-0159.
  2. Nemandinn sendir greiðslukvittun á netföngin alda@sudurland.is og ragga@sudurland.is, ásamt upplýsingum um fullt nafn, kennitölu, gildistíma og svæði sem ekið er frá/til. Þá þarf einnig staðfestingu skóla um skólavist og mynd af viðkomandi á rafrænu formi.
  3. Innan 7 til 10 virkra daga fær viðkoamndi strætókortið sent í ábyrgðarpósti á lögheimili sitt.