-3.3 C
Selfoss

Frábær bikarsigur hjá Selfyssingum

Vinsælast

Kvennalið Selfoss lék til úrslita við KR í Mjólkurbikarnum í gær, laugardaginn 17. ágúst. Þar vann Selfoss sinn fyrsta stóra titil í knattspyrnu. Mikil gleði ríkti þegar stelpurnar komu með bikarinn yfir brúna og tók fjöldi fólks á móti þeim.

KR-ingar komust yfir með marki frá Gloriu Doglas á 18. mínútu. Hólmfríður Magnúsdóttir braust síðan á 36. mínútu fram hjá hverjum KR-ingnum á fætur öðrum og endaði með því að þruma botanum í stöngina og inn. Staðan í hálfleik var 1:1. Nokkurt jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og hefðu bæði lið geta unnið. KR-ingar voru nálægt því að skora undir lok leiksins.

Í framlengingunni voru Selfyssingar sterkari. Þóra Jónsdóttir kom þeim yfir á 102. mínútu og lokatölur urðu 2:1 fyrir Selfoss. Mjólkurbikar kvenna 2019 er því fyrsti stóri bikarinn sem Selfyssingar vinna.

Nýjar fréttir