1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Hélt fyrirlestur um Guðbjargargarð

Hélt fyrirlestur um Guðbjargargarð

0
Hélt fyrirlestur um Guðbjargargarð

Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt hélt fyrirlestur um Guðbjargargarð í Múlakoti 20. júlí sl. í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð.

Fyrirlesturinn nefndst Konan og garðurinn. Hann er byggður á bók Einars, Að búa til lítinn skemmtigarð, sem kom út í lok síðasta árs hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Bókin er yfirlitsverk um sögu og þróun íslenskrar garðhönnunar eða landslagsarkitektúrs. Þar er umhverfismótun sett í samhengi við rætur íslenskrar menningar og tengd alþjóðlegum straumum og stefnum.

Guðbjargargarður er í Múlakoti í Fljótshlíð, nokkru innar en Kvoslækur. Garðurinn er landsfrægur garður frá 1897 og er opinn gestum. Vesturbærinn í Múlakoti með Guðbjargargarði hefur nú verið friðlýstur sem menningarminjar og þar er hafin endurbygging bæði húsa og garðs. Einar E. Sæmundsen hefur mikinn áhuga á því að reitnum þar sem Skógræktin rak um árabil gróðrarstöð verði einnig gert hærra undir höfði en þar er nú trjásafn með fjölmörgum trjátegundum. Sum trén eru yfir 80 ára gömul.